Enski boltinn

Reading sló Liverpool út úr bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi fagnar vítaspyrnumarki sínu í kvöld.
Gylfi fagnar vítaspyrnumarki sínu í kvöld.

Íslendingaliðið Reading gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló Liverpool út úr ensku bikarkeppninni. Það sem meira er þá fór leikurinn fram á Anfield, heimavelli Liverpool.

Liverpool komst yfir í lok fyrri hálfleiks er varnarmaður Reading skoraði sjálfsmark.

Liverpool var við það að landa sigrinum er Reading fékk víti á lokamínútunni. Gylfi Þór Sigurðsson tók vítið mikilvæga og skoraði örugglega.

Það varð því að framlengja leikinn.

Þegar tíu mínútur voru liðnar af framlengingunni fíflaði Brynjar Björn Gunnarsson tvo varnarmenn Liverpool, sendi stórkostlega sendingu í teiginn sem Shane Long stangaði auðveldlega í netið.

Liverpool náði ekki að svara þessu marki og Reading því óvænt komið áfram.

Gylfi Þór, Brynjar Björn og Ívar Ingimarsson spiluðu allan leikinn fyrir Reading og stóðu sig frábærlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×