Handbolti

Ekki auðvelt að fá leiki í Höllinni rétt fyrir stórmót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskir stuðningsmenn fylla örugglega Höllina í kvöld.
Íslenskir stuðningsmenn fylla örugglega Höllina í kvöld. Mynd/Pjetur

Íslenska landsliðið kveður íslensku þjóðina í Laugardalshöllinni í kvöld en liðið spilar þá eina heimaleik sinn í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í Austurríki sem hefst á þriðjudaginn í næstur viku.

Mótherjar kvöldsins eru Portúgalar sem eru ekki með á EM en eru á leiðinni í undankeppni HM þar sem þeir eru í riðli með Lettlandi og Lúxemborg. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15.

„Allir leikirnir sem við erum með í undirbúningnum eru mikilvægir. Þessi leikur á móti Portúgal verður notaður á ákveðinn hátt og hann gríðarlega mikilvægur sem einn af fimm leikjum í undirbúningnum," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari en hann segir það mikilvægt fyrir landsliðshópinn að fá að spila í Höllinni.

„Það hefur verið reynt að fá alltaf einn leik heima fyrir stórmót. Það er ekki alltaf sem það er hægt því það eru sumar þjóðir sem vilja helst ekki fara úr heimalandinu í undirbúningnum. Þjóðverjar gera lítið af því sem og Spánverjar. Það er því ekki auðvelt við þetta að eiga," segir Guðmundur

„Það er kærkomið að fá að spila við Portúgali. Kannski spila þeir öðruvísi handbolta en margir aðrir en þeir eru með sænskan þjálfara þannig að við eigum von á hefbundnum hlutum," sagði landsliðsþjálfarinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×