Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna? 13. nóvember 2010 22:39 Fernando Alonso á ferð við sólsetur í Abu Dhabi en kappaksturinn verður flóðlýstur að hluta á sunnudag. Mynd: Getty Images Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. "Við vitum stöðuna og hverjir eru að keppa um titilinn. Það getur allt gerst í mótinu og við verðum að ljúka 55 hringjum án vandamála. Þetta verður löng og erfið keppni, en við erum í sterkri stöðu", sagði Alonso eftir tímatökuna. Honum nægir fjórða sætið ef Vettel vinnur mótið í Abu Dhabi og það verður ákaflega mikilvægt fyrir Webber að komast framúr Alonso í upphafi mótsins. Hann ræsir af stað fyrir aftan Alonso og Jenson Button. "Það er ómögulegt að skrifa handrit af þessu. Við skulum skoða þetta þegar allir eru komnir á leiðarenda. Ég átti ekki von á þvi að verða fimmti og ég er ekkert glaður með stöðuna. Við náðum þessu ekki heima og saman", sagði Webber um tímatökuna í dag. "En ég hefði ekki orðið heimsmeistari þó ég hefði orðið fremstur á ráslínu. Kappaksturinn er það sem skiptir máli og ég verð að nýta þau færi sem gefast. Ég er svekktur, en það er mannlegt, en ég hef ekki gleymt því hvernig á að keyra", sagði Webber. Hamilton ræsir af stað við hlið Vettels og ætlar sér sigur. "Ég hef engu að tapa og ætla að vinna kappakstursmótið. Ég mun gefa allt mitt í þetta og hinir þurfa að hafa áhyggjur. Ekki ég. Ekkert stress, bara keyra og keppa", sagði Hamilton. "Ég vona að við Jenson náum fyrsta og öðru sæti og tryggum McLaren annað sætið í keppni bílasmiða. Ég mun ekki hugsa hver er í kringum mig. Þeir þurf að passa upp á sig. Ég mig. Ég stefni á sigur og ef ég lýk ekk keppni, þá það. Ef ég vinn. Þá vinn ég. Hinir eru í allt annarri stöðu", sagði Hamilton. Kappakstursmótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12. 30 í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarkið, þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í spáð í spilin fyrir 2011. Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. "Við vitum stöðuna og hverjir eru að keppa um titilinn. Það getur allt gerst í mótinu og við verðum að ljúka 55 hringjum án vandamála. Þetta verður löng og erfið keppni, en við erum í sterkri stöðu", sagði Alonso eftir tímatökuna. Honum nægir fjórða sætið ef Vettel vinnur mótið í Abu Dhabi og það verður ákaflega mikilvægt fyrir Webber að komast framúr Alonso í upphafi mótsins. Hann ræsir af stað fyrir aftan Alonso og Jenson Button. "Það er ómögulegt að skrifa handrit af þessu. Við skulum skoða þetta þegar allir eru komnir á leiðarenda. Ég átti ekki von á þvi að verða fimmti og ég er ekkert glaður með stöðuna. Við náðum þessu ekki heima og saman", sagði Webber um tímatökuna í dag. "En ég hefði ekki orðið heimsmeistari þó ég hefði orðið fremstur á ráslínu. Kappaksturinn er það sem skiptir máli og ég verð að nýta þau færi sem gefast. Ég er svekktur, en það er mannlegt, en ég hef ekki gleymt því hvernig á að keyra", sagði Webber. Hamilton ræsir af stað við hlið Vettels og ætlar sér sigur. "Ég hef engu að tapa og ætla að vinna kappakstursmótið. Ég mun gefa allt mitt í þetta og hinir þurfa að hafa áhyggjur. Ekki ég. Ekkert stress, bara keyra og keppa", sagði Hamilton. "Ég vona að við Jenson náum fyrsta og öðru sæti og tryggum McLaren annað sætið í keppni bílasmiða. Ég mun ekki hugsa hver er í kringum mig. Þeir þurf að passa upp á sig. Ég mig. Ég stefni á sigur og ef ég lýk ekk keppni, þá það. Ef ég vinn. Þá vinn ég. Hinir eru í allt annarri stöðu", sagði Hamilton. Kappakstursmótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12. 30 í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarkið, þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í spáð í spilin fyrir 2011.
Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira