Brotnar kirkjusögur Sigríður Guðmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2010 06:00 Fyrir fjórtán árum kom bréf inn um lúguna hjá mér. Bréfið var sent til allra starfandi presta þjóðkirkjunna og lýsti upplifun konu sem ásakaði þáverandi biskup um kynferðisbrot . Ég sat lengi með þetta bréf í kjöltunni. Svo lagði ég það inn í myrkasta og dýpsta hornið á skápnum á skrifstofunni og vonaði að það hyrfi. Stundum fannst mér eins og skápurinn logaði og það komu frá honum þung taktviss högg. Ég flutti prédikun í kirkjunni þar sem ég hvatti til þess að biskupinn tæki sér frí meðan málið væri rannsakað. Ekki gekk það eftir og stuttu seinna heyrðust fregnir af því að allir prófastarnir hefðu lýst yfir stuðningi við hann. Enn lét bréfið ófriðlega í skápnum. Haldinn var fjölmennur fundur presta um málið og þrýstingur á biskup jókst. Nokkur okkar undirbjuggu tillögu á Prestastefnu þar sem farið var fram á að biskupinn færi í leyfi. Á Prestastefnunni lýsti yfirmaður kirkjunnar því yfir að hann myndi láta af embætti ári síðar fyrir aldurs sakir og mér var mikið létt. Nú væri þessi saga gleymd og grafin, nú þyrfti enga tillögu, hægt væri að hugsa til framtíðar og bréfið léti mig í friði að eilífu. Ég biðst afsökunar á ráðleysi mínu í þessu máli sem rann inn um lúguna hjá mér og mörgum öðrum á því herrans ári 1996. Ég hef tekið þátt í að þegja þunnu hljóði. Ég heyrði ásakanir á hendur vígsluföður mínum og yfirmanni kirkju minnar og aðhafðist lítið. Ég hringdi aldrei í konuna sem sendi mér bréfið, ekki gagnrýndi ég heldur prófastana opinberlega. Mér var nóg að sá sem styrinn stóð um viki til hliðar. Ég hygg að ég eigi þennan feril sameiginlegan með mörgum. Kynferðisbrot er brot eins aðila gegn öðrum, en með í myndinni eru gjarnan óvirkir meðspilarar líka, sem láta kyrrt liggja, horfa í hina áttina og loka fjölskyldu- og stofnanasögur inni í skápnum. Og nú logar skápurinn á ný. Dóttir hins látna biskups gekk á fund kirkjuráðs í liðinni viku og greindi þeim frá því að faðir sinn hefði misnotað sig kynferðislega í æsku. Saga konunnar sem kom fram 1996 fær nú byr undir báða vængi. Núverandi biskup er legið á hálsi að hafa tekið þátt í að þagga niður málið frá 1996, ekki aðeins sem óvirki meðspilandinn sem ekkert heyrði og ekkert sá, heldur í sálgæsluviðtali með konunni. Þar með liggur höfuð kirkjunnar undir alvarlegu ámæli. Biskup er höfuð kirkjunnar og í persónu hans kemur saman hið persónulega og hið opinbera. Biskupinn er tákn um einingu kirkjunnar og talsmaður hennar. Biskup er tilsjónarmaður prestanna. Undanfarna daga hefur allt sálgæslu- og æskulýðsstarf kirkjunnar verið sett í uppnám. Á þeim vettvangi er mikið og gott starf unnið. Prestar eru virkir í barnaverndarstarfi um land allt og vinna samfélaginu mikið gagn með sálgæslu sinni. Þjóðkirkjan stendur fyrir öflugu barna- og æskulýðsstarfi. Hún hefur sett sér starfsreglur um meðferð kynferðisbrota og siðareglur handa þeim sem starfa með börnum og unglingum. Hún hefur sett á laggirnar fagráð sem skipað er presti sem hefur sérmenntun í sálgæslu, lögfræðingi og hjúkrunarfræðingi. Regluverk, stofnanir og nefndir eru dýrmætur rammi um mikilvæg réttlætismál, en ramminn glatar trúverðugleika sínum ef minnsti grunur leikur á að kirkjan tali tungum tveim í kynferðisbrotamálum. Skiptir þá engu hvort um sé að ræða ný mál eða gömul. Kynferðisafbrotamál geta fyrnst að lögum, en sálgæsla og úrvinnsla rennur aldrei út. Þjóðkirkjan stendur í nánum tengslum við þjóðríkið og embættis-menn hennar eiga að sjálfsögðu að fara að lögum um tilkynningaskyldu eins og aðrir þegnar samfélagsins. Þeir eru einnig undir sérstakri tilkynningaskyldu samkvæmt barnaverndarlögum, ásamt öðrum sem hafa sérstakan aðgang að börnum og ungmennum, læknum, hjúkrunarfræðingum, kennurum og fleiri fagstéttum. Hvernig ætlar Þjóðkirkjan að ganga frá þessu máli núna? Hún getur að mínu viti ekki leyst úr því máli sjálf sem hér er komið upp og trúverðugleiki hennar er í veði. Óhægt er fyrir núverandi biskup Íslands að tjá sig með sannfærandi hætti um meint afbrot fyrrverandi biskups vegna ásakana á hendur honum sjálfum um að hann hafi með virkum hætti tekið þátt í að þagga málið niður árið 1996. Yfirstjórn kirkjunnar á að mínum dómi að fara þess á leit við mannréttindamálaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Siðfræðistofnun Háskólans að nú þegar verði sett saman óháð sannleiksnefnd til að rannsaka ásakanir um þöggun íslensku þjóðkirkjunnar vegna meints kynferðisofbeldis þess manns sem áður gegndi æðsta embætti kirkjunnar. Íslenska þjóðkirkjan má ekki stjórnast af máttleysi eða yfirdrepsskap í viðbrögðum sínum næstu daga og vikur. Þetta mál þarf að rannsaka og axla á því ábyrgð og það fyrir dómsdag. Það er kominn tími til að brotnar kirkjusögur komi út úr skápnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórtán árum kom bréf inn um lúguna hjá mér. Bréfið var sent til allra starfandi presta þjóðkirkjunna og lýsti upplifun konu sem ásakaði þáverandi biskup um kynferðisbrot . Ég sat lengi með þetta bréf í kjöltunni. Svo lagði ég það inn í myrkasta og dýpsta hornið á skápnum á skrifstofunni og vonaði að það hyrfi. Stundum fannst mér eins og skápurinn logaði og það komu frá honum þung taktviss högg. Ég flutti prédikun í kirkjunni þar sem ég hvatti til þess að biskupinn tæki sér frí meðan málið væri rannsakað. Ekki gekk það eftir og stuttu seinna heyrðust fregnir af því að allir prófastarnir hefðu lýst yfir stuðningi við hann. Enn lét bréfið ófriðlega í skápnum. Haldinn var fjölmennur fundur presta um málið og þrýstingur á biskup jókst. Nokkur okkar undirbjuggu tillögu á Prestastefnu þar sem farið var fram á að biskupinn færi í leyfi. Á Prestastefnunni lýsti yfirmaður kirkjunnar því yfir að hann myndi láta af embætti ári síðar fyrir aldurs sakir og mér var mikið létt. Nú væri þessi saga gleymd og grafin, nú þyrfti enga tillögu, hægt væri að hugsa til framtíðar og bréfið léti mig í friði að eilífu. Ég biðst afsökunar á ráðleysi mínu í þessu máli sem rann inn um lúguna hjá mér og mörgum öðrum á því herrans ári 1996. Ég hef tekið þátt í að þegja þunnu hljóði. Ég heyrði ásakanir á hendur vígsluföður mínum og yfirmanni kirkju minnar og aðhafðist lítið. Ég hringdi aldrei í konuna sem sendi mér bréfið, ekki gagnrýndi ég heldur prófastana opinberlega. Mér var nóg að sá sem styrinn stóð um viki til hliðar. Ég hygg að ég eigi þennan feril sameiginlegan með mörgum. Kynferðisbrot er brot eins aðila gegn öðrum, en með í myndinni eru gjarnan óvirkir meðspilarar líka, sem láta kyrrt liggja, horfa í hina áttina og loka fjölskyldu- og stofnanasögur inni í skápnum. Og nú logar skápurinn á ný. Dóttir hins látna biskups gekk á fund kirkjuráðs í liðinni viku og greindi þeim frá því að faðir sinn hefði misnotað sig kynferðislega í æsku. Saga konunnar sem kom fram 1996 fær nú byr undir báða vængi. Núverandi biskup er legið á hálsi að hafa tekið þátt í að þagga niður málið frá 1996, ekki aðeins sem óvirki meðspilandinn sem ekkert heyrði og ekkert sá, heldur í sálgæsluviðtali með konunni. Þar með liggur höfuð kirkjunnar undir alvarlegu ámæli. Biskup er höfuð kirkjunnar og í persónu hans kemur saman hið persónulega og hið opinbera. Biskupinn er tákn um einingu kirkjunnar og talsmaður hennar. Biskup er tilsjónarmaður prestanna. Undanfarna daga hefur allt sálgæslu- og æskulýðsstarf kirkjunnar verið sett í uppnám. Á þeim vettvangi er mikið og gott starf unnið. Prestar eru virkir í barnaverndarstarfi um land allt og vinna samfélaginu mikið gagn með sálgæslu sinni. Þjóðkirkjan stendur fyrir öflugu barna- og æskulýðsstarfi. Hún hefur sett sér starfsreglur um meðferð kynferðisbrota og siðareglur handa þeim sem starfa með börnum og unglingum. Hún hefur sett á laggirnar fagráð sem skipað er presti sem hefur sérmenntun í sálgæslu, lögfræðingi og hjúkrunarfræðingi. Regluverk, stofnanir og nefndir eru dýrmætur rammi um mikilvæg réttlætismál, en ramminn glatar trúverðugleika sínum ef minnsti grunur leikur á að kirkjan tali tungum tveim í kynferðisbrotamálum. Skiptir þá engu hvort um sé að ræða ný mál eða gömul. Kynferðisafbrotamál geta fyrnst að lögum, en sálgæsla og úrvinnsla rennur aldrei út. Þjóðkirkjan stendur í nánum tengslum við þjóðríkið og embættis-menn hennar eiga að sjálfsögðu að fara að lögum um tilkynningaskyldu eins og aðrir þegnar samfélagsins. Þeir eru einnig undir sérstakri tilkynningaskyldu samkvæmt barnaverndarlögum, ásamt öðrum sem hafa sérstakan aðgang að börnum og ungmennum, læknum, hjúkrunarfræðingum, kennurum og fleiri fagstéttum. Hvernig ætlar Þjóðkirkjan að ganga frá þessu máli núna? Hún getur að mínu viti ekki leyst úr því máli sjálf sem hér er komið upp og trúverðugleiki hennar er í veði. Óhægt er fyrir núverandi biskup Íslands að tjá sig með sannfærandi hætti um meint afbrot fyrrverandi biskups vegna ásakana á hendur honum sjálfum um að hann hafi með virkum hætti tekið þátt í að þagga málið niður árið 1996. Yfirstjórn kirkjunnar á að mínum dómi að fara þess á leit við mannréttindamálaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Siðfræðistofnun Háskólans að nú þegar verði sett saman óháð sannleiksnefnd til að rannsaka ásakanir um þöggun íslensku þjóðkirkjunnar vegna meints kynferðisofbeldis þess manns sem áður gegndi æðsta embætti kirkjunnar. Íslenska þjóðkirkjan má ekki stjórnast af máttleysi eða yfirdrepsskap í viðbrögðum sínum næstu daga og vikur. Þetta mál þarf að rannsaka og axla á því ábyrgð og það fyrir dómsdag. Það er kominn tími til að brotnar kirkjusögur komi út úr skápnum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun