Innlent

Fyrrverandi ráðherrar væntanlega kallaðir fyrir í sumarlok

Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu í dag gera ráð fyrir því að ráðherrarnir fyrrverandi verði kallaðir fyrir nefndina í ágúst.
Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu í dag gera ráð fyrir því að ráðherrarnir fyrrverandi verði kallaðir fyrir nefndina í ágúst.
Þeir fyrrverandi ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins verða væntanlega kallaðir fyrir þingmannanefnd í lok sumars. Nefndin mun þá fyrst taka afstöðu til þess hvort ráðherrarnir fyrrverandi verða ákærðir.

Þingmannanefndin sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur fundað reglulega frá því skýrslan kom út í síðasta mánuði. Nefndinni er meðal annar ætlað að ákveða hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim fyrrverandi ráðherrum sem sagðir eru hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi - í aðdraganda bankahrunnsins.

Um er ræða þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra.

Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu í dag gera ráð fyrir því að ráðherrarnir fyrrverandi verði kallaðir fyrir nefndina í ágúst. Hins vegar gæti það farið svo að einungis verði óskað eftir skriflegum athugasemdum. Þá hefur það ekki verið ákveðið hvort fundir nefndarinnar verði opnir eða lokaðir almenningi.

Hvort að ráðherrarnir fyrrverandi verða ákærðar mun samkvæmt þessu í fyrsta lagi liggja fyrir í í haust. Landsdómur verður þá kallaður saman en hámarks refsins fyrir brot ráðherra í starfi er tveggja ára fangelsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×