Enski boltinn

Chelsea ætlar að berjast fyrir Joe Cole

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Joe Cole er eftirsóttur.
Joe Cole er eftirsóttur.

Chelsea hefur tilkynnt það að félagið sé tilbúið að berjast við öll þau lið sem vilja klófesta enska landsliðsmanninn Joe Cole.

Enski miðjumaðurinn er samningslaus og getur því farið hvert sem hann vill. Mörg lið hafa sýnt leikmanninum áhuga en Manchester United, Arsenal, Liverpool og Tottenham hafa öll verið nefnd til sögunnar.

Joe Cole hefur sagt við fjölmiðla að hann ætli ekki að framlengja samning sinn við Englandsmeistarana.

„Við höfum átt í viðræðum við Joe cole undanfarna mánuði og það er alveg fullkomlega ljóst að ég og Carlo Ancelotti viljum gjarnan halda honum hér en nú er það í höndum félagins hvað gerist. Joe er flottur náungi sem er mjög góður fótboltamaður en við krossleggjum fingurna," sagði Ray Wilkins, aðstoðarþjálfari Chelsea, í viðtali við BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×