Enski boltinn

Redknapp vill fá Hunteelar og Pienaar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er með augun á sóknarmanni AC Milan en hann vill ólmur fá hollendinginn Klaas Jan Huntelaar til liðs við sig sem og Steven Pienaar miðjumann Everton.

Tottenham ætla sér stóra hluti á næstu leiktíð svo búast má við því að þeir verði duglegir á leikmannamarkaðnum í sumar.

Robbie Keane, fyrirliði liðsins, er talinn á förum til Aston Villa, og sér Redknapp fyrir sér Hunteelar rétta manninn til að fylla skarðið hans.

Steven Pienaar átti gott tímabil með Everton í vetur en talið er að Tottenham bjóði Jermaine Jenas til skiptanna en Redknapp hefur einnig mikinn áhuga á að fá hann til liðs við lundúnarliðið.

Harry Redknapp hefur verið orðaður sterklega sem eftirmaður José Mourinho hjá Inter undanfarna daga en samkvæmt þessu þá er hann með hugann við Tottenham Hotspur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×