Enski boltinn

David Moyes að færa sig um set í Bítlaborginni?

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton.
David Moyes, stjóri Everton.
Liverpool leitar nú af eftirmanni spánverjans Rafael Benitez en sögur svífa um að David Moyes, stjóri Everton, sé líklegur til að taka við taumunum á Anfield.

Benitez og félagar fundu aldrei rétta taktinn í vetur og var tímabilið mikil vonbrigði fyrir félagið. Rafa var látinn taka pokann sinn í kjölfarið og nú leitar Liverpool að rétta manninum en Kenny Daglish gamla Liverpool-stjarnan hefur verið fenginn til að taka þátt í leitinni.

Það er nokkuð ljóst að öll augu beinast að fyrirliða liðsins Steven Gerrard og markaskorarans Fernando Torres en þeir gæti jafnvel yfirgefið liðið í sumar. Liverpool vill reyna byggja liðið í kringum þessa tvo leikmenn en fyrsta skrefið er að finna þjálfara sem getur sannfært þá um að vera um kyrrt í bítlaborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×