Lífið

Öruggar konur eru sexí

Iman. MYND/Cover Media
Iman. MYND/Cover Media

Ofurfyrirsætan frá Sómalíu, Iman, 54 ára, hefur unnið sem fyrirsæta í meira en þrjátíu ár.

Hún segir besta fegrunarráð sem hún getur gefið öðrum konum að þær forðist að nota of mikinn andlitsfarða.

Iman segist sjálf nota sérstakan farða í kringum augnsvæðið sem hún púðrar síðan yfir og að það virki mjög vel hvort sem konur eru með dökka eða ljósa húð.

„Besta förðunarráðið mitt er því minna sem þú notar því meira gerir þú fyrir andlitið. Notaðu púður til að fríska þig upp ef þér líður þannig," sagði hún.

Fyrirsætan heldur því fram að fegurðin komi innan frá og að öryggi sé eitt það kynþokkafyllsta sem hún viti um í fari kvenna.

„Ég held að kona líti best hún þegar hún er ánægð með sjálfa sig nákvæmlega eins og hún er. Sjálfsöryggi er nýja trendið," sagði Iman.

Síðan okkar á Facebook.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.