Viðskipti erlent

Skuldatryggingaálag Grikklands hærra en Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Grikklands varð hærri í dag en kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2005. Reuters segir ástæðuna vera þá að efasemdir séu um að Grikkir vilji og geti fjármagnað skuldir sínar.

Skuldatryggingaálag Grikklands fór upp í 415 stig í dag en skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands fór niður í 397 stig. Sérfræðingar, t.d. hjá Greiningu Íslandsbanka, segja að skuldatryggingarálag gefi , líkt og lánshæfismat, vísbendingu um líkur á greiðslufalli ríkissjóðs. Ólíkt lánshæfismati þá endurspegli það sjónarmið markaðarins á hverjum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×