Lífið

Harðir Eurovision-aðdáendur spá Íslandi fyrsta sæti

Tinni Sveinsson skrifar
Áfram Ísland! Hópurinn er vel stemmdur og til í tuskið.
Áfram Ísland! Hópurinn er vel stemmdur og til í tuskið.
OGAE, eða Organisation Générale des Amateurs d l'Eurovision, er heiti á alþjóðlegum samtökum opinberra aðdáendaklúbba Eurovision. Meðlimir klúbbanna eru duglegir að gera kannanir fyrir aðalkeppnina og fer ein slík fram meðal þeirra sem eru staddir í Osló.

Heru Björk er þar spáð fyrsta sæti í fyrri undanriðlinum og öruggu sæti í úrslitunum. Í seinni undanriðlinum er það Safura frá Aserbaídjan sem er í efsta sæti með jafn mörg stig og Hera.

Á eftir Heru er spáin í fyrri undanriðlinum á þessa leið: Serbía, Moldóva, Belgía, Grikkland, Albanía, Slóvakía, Finnland, Hvíta-Rússland og Bosnía Hersegóvína. Tíu lög komast áfram úr hverjum riðli og sitja hinir eftir með sárt ennið, eins og við Íslendingar fengum að kynnast þrjú ár í röð.

Hér sjást niðurstöður kosningarinnar.

OGAE stendur einnig fyrir mun umfangsmeiri könnun þar sem meðlimir klúbbanna heimafyrir gefa öllum löndum stig líkt og á lokakvöldinu.

Hera Björk kemur einnig vel út úr þeirri könnun. Þar er hún í fimmta sæti yfir alla keppendur en enn eiga nokkrir klúbbar eftir að skila inn sínum stigum.




Tengdar fréttir

Fyrsta æfing Heru í Osló | Myndband

Hera Björk er komin í nýjan rauðan kjól og lýsir atriðinu með orðunum less is more. Hún steig á sviðið í Osló í fyrsta skipti rétt í þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.