Íslenski boltinn

Breiðablik tapaði á Akureyri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Grindavík í kvöld.
Úr leik Stjörnunnar og Grindavík í kvöld. Mynd/Daníel

Þór/KA vann í kvöld góðan 3-1 sigur á Breiðabliki á Akureyri en heil umferð fór fram í Pepsi deild kvenna á sama tíma.

Þór/KA gerði jafntefli við Grindavík í fyrstu umferðinni en svaraði fyrir sig í kvöld. Mateja Zver skoraði tvívegis fyrir Þór/KA og Danka Podovac einu sinni. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði mark Breiðabliks.

Stjarnan vann í kvöld 1-0 sigur á Grindavík en það var Inga Birna Friðjónsdóttir sem skoraði eina mark leiksins strax á 12. mínútu.

Stjarnan er ásamt KR og Val með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Valur vann 9-0 stórsigur á FH á útivelli og KR vann 4-0 sigur á Aftureldingu.

Úrslit kvöldsins og markaskorarar, fengnar á Fótbolta.net.:

Stjarnan - Grindavík 1-0

1-0 Inga Birna Friðjónsdóttir (12.)

FH - Valur 0-9

0-1 Rakel Logadóttir (2.)

0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir(19.)

0-3 Björk Gunnarsdóttir (29.)

0-4 Björk Gunnarsdóttir (38.)

0-5 Katrín Jónsdóttir(40.)

0-6 Björk Gunnarsdóttir (44.)

0-7 Kristín Ýr Bjarnadóttir (60.)

0-8 Dagný Brynjarsdóttir (72.)

0-9 Hallbera Guðný Gísladóttir (83.)

KR - Afturelding 4-1

1-0 Sonja B. Jóhannsdóttir (13.)

2-0 Ólöf Ísberg (35.)

3-0 Mist Edvardsdóttir (47.)

4-0 Margrét Þórólfsdóttir (49.)

4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir (87.)

Þór/KA - Breiðablik 3-1

1-0 Danka Podovac (28.)

2-0 Mateja Zver (76.)

2-1 Sara Björk Gunnarsdóttir (84.)

3-1 Mateja Zver (88.)

Fylkir - Haukar 3-1

1-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir

2-0 Lidija Stojkanovic

3-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir

3-1 Ashley Myers










Fleiri fréttir

Sjá meira


×