Lífið

Amy prófar leiklistina

Söngkonan vill breyta til og gerast leikkona og feta þar í fótspor Marilyn Monroe.
Söngkonan vill breyta til og gerast leikkona og feta þar í fótspor Marilyn Monroe.

Söngkonan Amy Winehouse hefur áhuga á því að gerast leikkona. Hún er þegar byrjuð að sækja leiklistarnámskeið í London og vonast til að láta drauma sína rætast í Hollywood í framhaldinu.

„Öllum í kringum hana finnst þetta frábær hugmynd og þeir telja að hún muni eiga auðvelt með að feta leiklistarbrautina," sagði fjölskylduvinur. Talið er að gífurlegur áhugi hennar á Marilyn Monroe hafi ýtt undir ákvörðun hennar.

 „Amy talar endalaust um Marilyn Monroe. Hún er með hana á heilanum og allt sem henni tengist." Söngkonan er einnig að undir­búa sína fyrstu plötu síðan Back to Black kom út árið 2006 við miklar vinsældir. Vonast er til að platan komi út í desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.