Lífið

Var nett stressaður - myndir

Ellý Ármanns skrifar
Sjonni Brink tók þátt í sýningu til styrktar Dagsetri sem er athvarf fyrir heimilislausa.
Sjonni Brink tók þátt í sýningu til styrktar Dagsetri sem er athvarf fyrir heimilislausa.

Meðfylgjandi má sjá myndir sem Heiða Lind Ingólfsdóttir ljósmyndari tók af tískusýningu sem fram fór á Austurvelli í byrjun júní þar sem þekktir einstaklingar sýndu föt til sölu á vegum Hjálpræðishersins.

Við höfðum samband við Sjonna Brink tónlistarmann sem var áberandi öruggur á sýningarpöllunum og spurðum hann út í módelstarfið.

Birgitta Haukdal sýndi einnig fatnað á sýningunni. MYNDIR/Heiða Lind Ingólfsdóttir

„Ég veit ekki alveg hvort ég sé týpan í módelbransann en ef það er til að styrkja gott málefni þá er ég alltaf til," segir Sjonni.

„Ég tók reyndar þátt í tískusýningum með mömmu þegar ég var svona 8 ára. Ætli ég búi ekki yfir þeirri reynslu", bætir Sjonni við og brosir.

„Það var rosalega gaman að taka þátt í sýningunni. Í raun miklu skemmtilegra en mig grunaði."

Páll Óskar tók líka lagið á sýningunni.
„Ég var meira að segja nett stressaður þótt að þyrfti ekkert að gera annað en að labba rampinn," segir Sjonni.

„Stemningin var rosa góð, allir að grínast og spjalla og svo voru allir líka í svo kúl fötum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.