Button: Gaman að sjá rásnúmer 1 29. janúar 2010 17:31 Lewis Hamilton skoðar rásnúmer eitt, sem Jenson Button hefur á sínum bíl í ár sem meistari. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button er heimsmeistari í Formúlu 1 og var stoltur að sjá rásnúmer 1 bíl McLaren á frumsýningu liðsins í dag. "Það er kominn tími til að horfa fram veginn, þó minningarnar séu til staðar frá síðasta ári. Það er gaman að sjá rásnúmer 1 á bílnum og núna er tími til að fókusera á framtíðina. Bíllinn er magnaður að sjá", sagði Button. "Það hefur verið mikið að gera hjá liðinu og andinn hjá liðinu kom mér þægilega á óvart. Ég er orðinn hluti af liðinu á skömmum tíma og hef dvalið nokkra daga með liðsmönnum. Byrjun síðasta árs var erfið og það hefur fært þeim hungur eftir árangri í ár. Menn hafa haft mikið að gera í vetur sem aldrei fyrr. En þeim er nokk sama." "Það eru 19 mót að takast á við og við sjáum í lok árs hvað gerist. Það borgar sig ekki að hugsa of langt fram í tímann, það væru mistök. Maður verður að hugsa um núið og gera bílinn eins snöggan og mögulegt er", sagði Button. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button er heimsmeistari í Formúlu 1 og var stoltur að sjá rásnúmer 1 bíl McLaren á frumsýningu liðsins í dag. "Það er kominn tími til að horfa fram veginn, þó minningarnar séu til staðar frá síðasta ári. Það er gaman að sjá rásnúmer 1 á bílnum og núna er tími til að fókusera á framtíðina. Bíllinn er magnaður að sjá", sagði Button. "Það hefur verið mikið að gera hjá liðinu og andinn hjá liðinu kom mér þægilega á óvart. Ég er orðinn hluti af liðinu á skömmum tíma og hef dvalið nokkra daga með liðsmönnum. Byrjun síðasta árs var erfið og það hefur fært þeim hungur eftir árangri í ár. Menn hafa haft mikið að gera í vetur sem aldrei fyrr. En þeim er nokk sama." "Það eru 19 mót að takast á við og við sjáum í lok árs hvað gerist. Það borgar sig ekki að hugsa of langt fram í tímann, það væru mistök. Maður verður að hugsa um núið og gera bílinn eins snöggan og mögulegt er", sagði Button.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira