Innlent

Forsetinn: Ísland lagt í einelti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson segir að Ísland sé lagt í einelti. Mynd/ Vilhelm.
Ólafur Ragnar Grímsson segir að Ísland sé lagt í einelti. Mynd/ Vilhelm.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sakar Breta og Hollendinga um að leggja Ísland í einelti.

Í samtali við CNN fréttastöðina í dag, sagði Ólafur Ragnar að þjóðirnar beittu áhrifum sínum innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að stöðva milljarða lán sem Ísland þyrfti nauðsynlega til þess að endurbyggja hagkerfið.

„Við erum lögð í einelti. Bretar og Hollendingar eru að beita áhrifum sínum innan AGS til að hindra framgang efnahagsáætlunar AGS," sagði Ólafur Ragnar.

„Við erum í aðstæðum þar sem lítið ríki er reiðubúið til að standa við skuldbindingar sínar en vill ekki mála sig út í horn þannig að efnahagslífinu næstu 10 árin er ógnað," sagði Ólafur Ragnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×