Innlent

Grunur um 13 milljarða gjaldeyrissvik - fjórir í haldi

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. MYND/Pjetur

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra framkvæmdi húsleitir í dag í máli sem tengjast grun um brot á skilaskyldu gjaldeyris. Fjármálaeftirlitið kærði málið til lögreglu og tóku 30 starfsmenn þátt í húsleitunum sem framkvæmdar voru í fyrirtækjum og á heimilum. Fyrirtækið sem um ræðir er skráð í Svíþjóð og heitir Aserta. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í dag hjá Ríkislögreglustjóra.

Heildarvelta fyrirtækisins á tímabilinu sem er til skoðunnar er 48 milljarðar króna en grunur leikur á um 13 milljarða svik. 100 aðilar voru í viðskiputm við Aserta.

Einnig kom fram að þetta mál sé eitt af 25 sem þegar séu til skoðunar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×