Lífið

Fengu heiðursverðlaun og hittu Page

Strákarnir í Sigur Rós með Mojo-verðlaunin sem þeir fengu fyrir frammúrskarandi framlag sitt til tónlistarheimsins.
nordicphotos/getty
Strákarnir í Sigur Rós með Mojo-verðlaunin sem þeir fengu fyrir frammúrskarandi framlag sitt til tónlistarheimsins. nordicphotos/getty
„Þetta var alveg frábært og mikill heiður," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Hljómsveitin var heiðruð fyrir framúrskarandi framlag sitt til tónlistarheimsins á verðlaunahátíð hins virta breska tónlistartímarits Mojo sem var haldin í London á fimmtudagskvöld.

Georg segir að verðlaunin hafi komið þeim á óvart. „Við vorum allir búnir að ákveða að mæta á hátíðina. Okkur grunaði að við værum að fá verðlaun en vissum ekki hvaða verðlaun. Það kom okkur skemmtilega á óvart að fá þessi verðlaun því þetta eru, alla finnst mér það, flottustu verðlaunin," segir Georg.

Hann bætir við að gaman hafi verið að hitta hetjur á borð við Jimmy Page, fyrrum gítarleikara Led Zeppelin, sem var vígður inn í frægðarhöll Mojo á hátíðinni.

„Við röbbuðum aðeins saman. Hann minntist á að hann hefði spilað einhvern tímann á Íslandi og sagði að það hefði verið áður en við fæddumst." Georg heldur áfram: „Á svona verðlaunaafhendingum eins og hjá Mojo eru ekki bara nýju og ungu hljómsveitirnar heldur líka gömlu hetjurnar. Það segir kannski ýmislegt um okkur. Erum við ekki bara einhver hrukkudýr?," segir hann og hlær. „Ég vona ekki. En þarna var alla vega fullt af skemmtilegu liði og þetta var voða gaman."

Philip Selway, trommari Radiohead, afhenti Sigur Rós verðlaunin. „Það voru skemmtilegir endurfundir. Við þekkjum þá aðeins [Radiohead] og það var gaman að sjá hann aftur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.