Lífið

Klovn bönnuð innan fjórtán ára

Bannaðir Klovn-vinirnir Casper og Frank verða bannaðir innan fjórtán ára á Íslandi. Í Danmörku var myndin bönnuð innan ellefu ára, sem sumum þótti of lágur aldur.
Bannaðir Klovn-vinirnir Casper og Frank verða bannaðir innan fjórtán ára á Íslandi. Í Danmörku var myndin bönnuð innan ellefu ára, sem sumum þótti of lágur aldur.

„Við sáum myndina og ákváðum í kjölfarið að það væri við hæfi að banna Klovn: The Movie innan fjórtán ára," segir Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum sem dreifa dönsku gamanmyndinni. Hún verður frumsýnd 1. janúar næstkomandi og gerir Þorvaldur sér hóflegar vonir um að þeir Casper Christensen og Frank Hvam geti heimsótt Ísland af því tilefni.

„Þeir eru til, þetta er bara spurning um að finna tíma fyrir þá," segir Þorvaldur.

Miklar umræður hafa sprottið í kringum myndina í Danmörku að undanförnu en danskur barnasálfræðingur og rithöfundur sagði í samtali við dönsku blöðin B.T. og Ekstrabladet að Klovn væri klám. Danska kvikmyndaeftirlitið hefði að hennar mati brugðist en þar var myndin bönnuð innan ellefu ára. Þorvaldur segir að samkvæmt þeirra kerfi hefðu þeir getað haft myndina bannaða innan tólf ára aldurs.

„En okkur fannst fjórtán ára aldurinn passlegur."

Klovn heldur áfram að gera það gott í Danmörku og er því nú spáð að hún verði jafnvel mest sótta danska kvikmyndin frá upphafi. Rúmlega 320 þúsund manns hafa séð myndina í Danmörku en yfir 600 þúsund manns sáu Flammen og Citronen á sínum tíma.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.