Hærra og lægra en meðaltal OECD í margvíslegum samanburði 29. desember 2010 05:00 Heildarkostnaður við rekstur grunnskólastigsins er mestur á Íslandi í samanburði OECD. Er hann 54% hærri en meðaltalið. Á Íslandi voru 10 grunnskólabörn á hvern kennara árið 2008 og er það lægsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 16,4. Meðalstærð bekkja er lítil hér á landi eða 18 nemendur í bekk en samsvarandi meðaltal OECD er 21,7. Heildartími sem nemendur, 7-14 ára, fá í kennslu hér á landi er nálægt miðgildi OECD landa. Heildarkennslutími kennara er fremur stuttur hér miðað við hin OECD löndin eða 641 klukkustundir í samanburði við 786 klukkustunda meðaltal OECD. Hlutfall kennslutíma af heildarvinnutíma kennara er mjög lágt hér á landi eða 34,7% en er að meðaltali 47,4% innan OECD. Laun kennara eru lág hér á landi í samanburði við önnur OECD lönd. Að teknu tilliti til kaupmáttar eru byrjunarlaun grunnskólakennara hér á landi 84% af meðallaunum innan OECD, sé horft til launa miðað við 15 ára starfsreynslu voru laun kennara á Íslandi 69% af meðallaunum kennara innan OECD. Kostnaður við grunnskóla hefur aukist mjög undanfarin ár. Kostnaður við rekstur grunnskóla jókst úr 43 milljörðum árið 2003 í 52 milljarða árið 2008 eða um 24% (uppreiknað á verðlagi 2008). Kostnaður við hvern nemanda jókst um 24,5% á árunum 2004-2008. Á sama tíma fjölgar kennurum um 7,9% en öðru starfsfólki um 4,8%. Heildarvinnutími grunnskólakennara á ári hér á landi er nokkuð lengri en annars staðar. Hins vegar er hlutfall vinnutímans sem fer til kennslu nemenda lágt. Sú staðreynd kallar á mun fleiri kennara hérlendis til þess að uppfylla sambærilega kennsluþörf. Á árunum 2003-2008 fækkaði nemendum grunnskóla um 3%, stöðugildum grunnskólakennara fjölgaði um 13% og annars starfsfólks um 6,4%. Á sama tíma fjölgaði framhaldsskólanemendum um 17%, kennurum í framhaldsskólum fjölgaði um 16% og fjöldi annars starfsfólks framhaldsskólanna stóð nánast í stað. Úr greinargerð vinnuhóps um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Heildarkostnaður við rekstur grunnskólastigsins er mestur á Íslandi í samanburði OECD. Er hann 54% hærri en meðaltalið. Á Íslandi voru 10 grunnskólabörn á hvern kennara árið 2008 og er það lægsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 16,4. Meðalstærð bekkja er lítil hér á landi eða 18 nemendur í bekk en samsvarandi meðaltal OECD er 21,7. Heildartími sem nemendur, 7-14 ára, fá í kennslu hér á landi er nálægt miðgildi OECD landa. Heildarkennslutími kennara er fremur stuttur hér miðað við hin OECD löndin eða 641 klukkustundir í samanburði við 786 klukkustunda meðaltal OECD. Hlutfall kennslutíma af heildarvinnutíma kennara er mjög lágt hér á landi eða 34,7% en er að meðaltali 47,4% innan OECD. Laun kennara eru lág hér á landi í samanburði við önnur OECD lönd. Að teknu tilliti til kaupmáttar eru byrjunarlaun grunnskólakennara hér á landi 84% af meðallaunum innan OECD, sé horft til launa miðað við 15 ára starfsreynslu voru laun kennara á Íslandi 69% af meðallaunum kennara innan OECD. Kostnaður við grunnskóla hefur aukist mjög undanfarin ár. Kostnaður við rekstur grunnskóla jókst úr 43 milljörðum árið 2003 í 52 milljarða árið 2008 eða um 24% (uppreiknað á verðlagi 2008). Kostnaður við hvern nemanda jókst um 24,5% á árunum 2004-2008. Á sama tíma fjölgar kennurum um 7,9% en öðru starfsfólki um 4,8%. Heildarvinnutími grunnskólakennara á ári hér á landi er nokkuð lengri en annars staðar. Hins vegar er hlutfall vinnutímans sem fer til kennslu nemenda lágt. Sú staðreynd kallar á mun fleiri kennara hérlendis til þess að uppfylla sambærilega kennsluþörf. Á árunum 2003-2008 fækkaði nemendum grunnskóla um 3%, stöðugildum grunnskólakennara fjölgaði um 13% og annars starfsfólks um 6,4%. Á sama tíma fjölgaði framhaldsskólanemendum um 17%, kennurum í framhaldsskólum fjölgaði um 16% og fjöldi annars starfsfólks framhaldsskólanna stóð nánast í stað. Úr greinargerð vinnuhóps um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla.
Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira