Lífið

Fagna tíu ára afmæli á Prikinu í allt kvöld

Íslenska elektrósveitin The Zuckakis Mondeyano Project, eða TZMP, hefur verið lengi í bransanum en alltaf haldið sig neðanjarðar. Margir bíða þó spenntir eftir tónleikum sveitarinnar þar sem jafnan er mikið fjör.

Þessir aðdáendur detta í lukkupottinn í kvöld þegar meðlimir TZMP, Steinn Linnet og Árni Kristjánsson, blása til tíu ára starfsafmælistónleika á Prikinu. Þar hefst stuðið klukkan níu og stendur alla leið til lokunar.

Í fréttatilkynningu kemur fram að undirbúningur fyrir tónleikana hafi staðið yfir í ár í tveimur heimsálfum en Árni er búsettur í Japan þar sem hann er við nám. Á tónleikunum verða flutt lög frá ferli sveitarinnar, meðal annars plötunni The Album sem kom út 2004. Einnig tvær nýjar tónsmíðar sem voru gerðar í samvinnu við japönsku djasssveitina Soil & "PIMP" Sessions og Bretann Mark "Harmonic 313" Pritchard.

Plötusnúðarnir Ozy og Dj Kocoon munu skemmta gestum fyrir og eftir tónleikana og það er frítt inn.

Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið Electro Party (in your pants) en það gerði Henrik Linnet.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.