Nauðganir og ofbeldi á jólum 29. desember 2010 05:30 Skotárás Sex menn voru handteknir á aðfangadag eftir að gerð hafði verið skotárás á heimili í Bústaðahverfi. Fjórir þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. mynd/stöð 2 Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira
Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira