Tónleikaveislur um áramótin 29. desember 2010 08:00 Blaz Roca lofar fjöri á nasa Erpur er búinn að vera kenndur við Nasa í fjölmörg ár, bæði sem Blaz Roca og sem Rottweilerhundur, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á nýárskvöld.Fréttablaðið/stefán Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópavogi á gamlárskvöld en á nýárskvöld mæta strákarnir úr Sálinni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. POPS fyrir þá eldri Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gamlárskvöld býður skemmtistaðurinn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurstakmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því poppstjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miðasölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Sjá meira
Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópavogi á gamlárskvöld en á nýárskvöld mæta strákarnir úr Sálinni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. POPS fyrir þá eldri Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gamlárskvöld býður skemmtistaðurinn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurstakmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því poppstjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miðasölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Sjá meira