Liverpool tapaði fyrir botnliðinu á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2010 21:58 Liverpool tapaði í kvöld sínum áttunda leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni - í þetta sinn fyrir botnliði Wolves á heimavelli, 1-0. Þetta var annar tapleikur Liverpool á heimavelli á tímabilinu en hinn var fyrir nýliðum Blackpool í lok október. Tapið í kvöld var þó líklega verra enda Wolves ekki unnið einn einasta leik á útivelli á tímabilinu þar til í kvöld og tapað síðustu sjö í röð. Staða Roy Hodgson hjá félaginu hlýtur að teljast slæm og spurning hvort að Liverpool verði kominn með nýjan knattspyrnustjóra þegar keppni í deildinni heldur áfram á nýju ári. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað ef frá er talið dauðafæri sem Raul Meireles fékk í upphafi leiksinsn. Hann skaut hins vegar beint á markvörð Wolves. Það var svo á 56. mínútu sem Stephen Ward skoraði eina mark leiksins en hann renndi boltanum framhjá Pepe Reina í marki Liverpool eftir stungusendingu Sylvan Ebanks-Blake. Liverpool virtist hafa náð jöfnunarmarkinu á 88. mínútu er Martin Skrtel skallaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Ryan Babel og Joe Cole voru báðir á bekknum í kvöld. Þeir komu inn á sem varamenn í síðari hálfleik en það virtist litlu breyta. Annars var Steven Gerrard aftur kominn í byrjunarlið Liverpool eftir sex vikna fjarveru vegna meiðsla og Fernando Torres lék allan leikinn í sókninni. Liverpool lék síðast þann 15. desember og mættu því vel hvíldir til leiks í kvöld. Hins vegar þarf liðið að leika fjóra leiki á næstu tveimur vikum og ljóst að ef Roy Hodgson lifir þann tíma í sínu starfi þarf hann að skila betri árangri en í kvöld. Skroll-Íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Liverpool tapaði í kvöld sínum áttunda leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni - í þetta sinn fyrir botnliði Wolves á heimavelli, 1-0. Þetta var annar tapleikur Liverpool á heimavelli á tímabilinu en hinn var fyrir nýliðum Blackpool í lok október. Tapið í kvöld var þó líklega verra enda Wolves ekki unnið einn einasta leik á útivelli á tímabilinu þar til í kvöld og tapað síðustu sjö í röð. Staða Roy Hodgson hjá félaginu hlýtur að teljast slæm og spurning hvort að Liverpool verði kominn með nýjan knattspyrnustjóra þegar keppni í deildinni heldur áfram á nýju ári. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað ef frá er talið dauðafæri sem Raul Meireles fékk í upphafi leiksinsn. Hann skaut hins vegar beint á markvörð Wolves. Það var svo á 56. mínútu sem Stephen Ward skoraði eina mark leiksins en hann renndi boltanum framhjá Pepe Reina í marki Liverpool eftir stungusendingu Sylvan Ebanks-Blake. Liverpool virtist hafa náð jöfnunarmarkinu á 88. mínútu er Martin Skrtel skallaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Ryan Babel og Joe Cole voru báðir á bekknum í kvöld. Þeir komu inn á sem varamenn í síðari hálfleik en það virtist litlu breyta. Annars var Steven Gerrard aftur kominn í byrjunarlið Liverpool eftir sex vikna fjarveru vegna meiðsla og Fernando Torres lék allan leikinn í sókninni. Liverpool lék síðast þann 15. desember og mættu því vel hvíldir til leiks í kvöld. Hins vegar þarf liðið að leika fjóra leiki á næstu tveimur vikum og ljóst að ef Roy Hodgson lifir þann tíma í sínu starfi þarf hann að skila betri árangri en í kvöld.
Skroll-Íþróttir Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira