Innlent

Lánastofnanir fá sextíu daga

Gengislánalög taka gildi Lög um gengislán tóku gildi í gær. Þau eru talin mikilvægt skref í endurskipulagningu skulda heimilanna.NordicPhotos/AFP
Gengislánalög taka gildi Lög um gengislán tóku gildi í gær. Þau eru talin mikilvægt skref í endurskipulagningu skulda heimilanna.NordicPhotos/AFP

Lánastofnanir hafa 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum gengisbundnum bíla- og fasteignaveðlánum eftir að frumvarp um gengisbundin lán varð að lögum í gær. Samkvæmt lögunum skal uppgjör fara fram innan 90 daga frá gildistöku þeirra.

Í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti segir að með þessum lögum séu „stigin mikil­væg skref í endurskipulagninu skulda heimilanna“ og þau sýni sanngirni gagnvart öllum lántakendum gengisbundinna fasteignaveðlána og bílalána.

Lög þessi eiga líka að vera grundvöllur þess að takast á við vanda lántakenda í samræmi við nýlegt samkomulag ríkis­stjórnar, lánastofnana og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna.

Meðal þeirra úrræða sem það felur í sér er að lántakendum í greiðsluvanda býðst að fá eftirstöðvar skulda færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar.

Hægt verður að greiða upp skuldir af ólöglegum lánum án álags og kröfur ábyrgðarmanna sem hafa innt af hendi greiðslur munu ganga fyrir öðrum kröfum í uppgjöri. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×