Viðskipti erlent

Risavaxnar sektargreiðslur framundan hjá BP olíufélaginu

BP olíufélagið stendur nú frammi fyrir risavöxnum sektargreiðslum vegna brota á mengunarlöggjöf Bandaríkjanna í kjölfar olíulekans á Mexíkóflóa.

Sektin gæti í versta tilfelli fyrir BP numið allt að 18 milljörðum dollara eða 2,200 milljörðum króna. Þessi upphæð er fyrir utan þá 20 milljarða dollara sem BP hefur samþykkt að leggja í sjóð fyrir fórnarlömb olíulekans.

Samkvæmt frétt um málið á börsen efast margir um að nokkurt félag geti staðið undir fjárútlátum af þessari stærðargráðu. BP er þegar farið að selja eignir sínar og hefur boðað sölu á hluta þeirra að andvirði 7 milljarða dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×