Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna 19. maí 2010 05:00 Lönd og lóðir Sumar lóðir og lönd borgarinnar stendur aldrei til að selja og þær á því ekki að færa til eignar miðað við ímyndað markaðsvirði, segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri sambands sveitarfélaga. Hann segir að ný reikningsskilaregla dragi úr trausti á reikningsskilanefnd sveitarfélaga.fréttablaðið/stefán Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is
Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira