20 prósenta lækkun kostar 229 milljarða 20. maí 2010 06:00 höfuðstólslækkun Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra hefur látið reiknað út kostnað við lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira