Lífið

Bergur Ebbi fagnar endalokum hnyttninnar

Bergur Ebbi hatar ekki að tala í hljóðnema. Í bakgrunni sjást burðarásar nýrrar kynslóðar í íslensku gríni: Uppistandararnir Ari Eldjárn og Dóri DNA ásamt Ágústi Bent og Steinda Jr. fréttablaðið/stefán
Bergur Ebbi hatar ekki að tala í hljóðnema. Í bakgrunni sjást burðarásar nýrrar kynslóðar í íslensku gríni: Uppistandararnir Ari Eldjárn og Dóri DNA ásamt Ágústi Bent og Steinda Jr. fréttablaðið/stefán

Uppistandarinn og fyrrverandi dægurlagasöngvarinn Bergur Ebbi Benediktsson fagnaði útgáfu Tími hnyttninnar er liðinn, sem er fyrsta ljóðabók hans, í Eymundsson á þriðjudag. Margir góðir gestir létu sjá sig og fögnuðu vel þegar ljóð voru lesin upp úr bókinni.

Hér er hægt að sjá myndband við Eitt sniðugt, sem er eitt ljóða bókarinnar.







Dóri DNA fylgist agndofa með ljóðalestrinum, en Bent gefur ljósmyndara Fréttablaðsins séns.
Á meðal gesta var Georg Kári Hilmarsson, en hann var áður félagi Bergs í Sprengjuhöllinni, áður en Bergur byrjaði að einbeita sér að ljóðum og gríni.

Bergur Ebbi vílaði ekki fyrir sér að árita bækur fyrir aðdáendur sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.