Kannar hugarheim kvenna í væntanlegum þríleik 20. maí 2010 08:45 stórt verkefni í bígerð Ragnar er að leggja lokahönd á handrit kvikmyndar sem verður sú fyrsta í þríleik um konur. fréttablaðið/valli „Ég er bara að reyna að tengjast konunni í sjálfum mér," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþríleik. Vinnutitill fyrstu myndarinnar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheiminn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar handrit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugarheimi," segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vantar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum." Síðustu verkefni hefur Ragnar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmyndin Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karlmönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþríleiks vegna utanaðkomandi þrýstings? „Meinarðu frá femínistum?" spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersónur í aðalhlutverkum," segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf forvitinn um það sem maður þekkir ekki - það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft forvitnilegri en karlmenn." Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki," segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögnun. „Það er allt í biðstöðu í þessum bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila," segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljósið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Sjá meira
„Ég er bara að reyna að tengjast konunni í sjálfum mér," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþríleik. Vinnutitill fyrstu myndarinnar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheiminn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar handrit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugarheimi," segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vantar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum." Síðustu verkefni hefur Ragnar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmyndin Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karlmönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþríleiks vegna utanaðkomandi þrýstings? „Meinarðu frá femínistum?" spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersónur í aðalhlutverkum," segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf forvitinn um það sem maður þekkir ekki - það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft forvitnilegri en karlmenn." Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki," segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögnun. „Það er allt í biðstöðu í þessum bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila," segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljósið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Sjá meira