Lífið

Prumpa meira eftir prótínþamb

Sagan segir að vöðvatröllið Gaz Man hafi fengið viðurnefni sitt eftir mikla neyslu prótíns.
Sagan segir að vöðvatröllið Gaz Man hafi fengið viðurnefni sitt eftir mikla neyslu prótíns.

Harka er hlaupin í íslenska prótíndrykkjamarkaðinn eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Íslensku prótíndrykkirnir Hámark og Hleðsla eru með yfirburðastöðu á markaðnum samkvæmt tölum frá Capacent og eru báðir auglýstir sem vinsælasti prótíndrykkur landsins. Prótínmarkaðurinn stækkaði um 433 prósent með tilkomu íslensku drykkjanna.

Fréttablaðið hafði samband við Einar Oddsson lækni sem staðfesti að neysla á prótíndrykkjum sé mjög algeng orsök vindgangs. Þegar tekið er tillit til gríðarlegrar söluaukningar á slíkum drykkjum má slá því föstu að vindgangur er vandamál í gríðarlegri sókn á Íslandi. En er prótíndrykkjaneysla algeng greining á vandamálum fólks?

„Það fer eftir sjúklingahópnum sem þú ert að fást við," segir Einar. „Það er algengt að yngra fólk sé að drekka prótíndrykki - í sambandi við æfingaprógramm og þess háttar. Það er slatti af fólki sem notar talsvert mikið af þessu, í vaxtarrækt og lyftingum og þess háttar. Þetta er mishollt fyrir fólk."

Og má búast við að þetta fólk reki meira við en meðalmaðurinn?

„Já (hlær). En við höfum svo sem ekki mælingar á því." - afb


Tengdar fréttir

Arnar Grant í pústrum á prótínmarkaði

Arnar Grant segir drykkinn Hleðslu súrann og að prótíndrykkir eigi ekki að vera súrir. Hann fullyrðir að sinn drykkur, Hámark, hafi selst meira á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.