Hverju svara ráðherrarnir? Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Niðurskurðarhugmyndir ríkisstjórnar VG og Samfylkingar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa magnað upp mikla reiði íbúa á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að þensla síðasta áratugar hafi farið meira og minna framhjá flestum svæðum landsins (kannski sem betur fer) þá sitja allir landsmenn uppi með kreppuna og afleiðingar hennar. Íbúar landsbyggðarinnar eru eins og aðrir tilbúnir til að bera sameiginlegar byrðar af samdrætti, skattahækkunum, launaskerðingum og niðurskurði í opinberum rekstri. En íbúar landsbyggðar sætta sig ekki við að fórnað sé grunnþjónustu við íbúa á heilbrigðissviði. Þar er höggvið of nærri öryggi fjölskyldunnar, barna og aldraðra. Það gilda heldur ekki jafnræðissjónarmið í niðurskurðartillögum fjármála- og heilbrigðisráðherra. Misrétti þegnanna blasir við hvort sem talað er um fjarlægðir, samgöngur eða kostnað. Gríðarleg mótmæliUm allt land hefur fólk mótmælt. Haldnir hafa verið afar velsóttir íbúafundir, undirskriftalistar hafa gengið manna á milli í einstökum héruðum sem margir hafa skrifað undir til að mótmæla aðförinni að heilbrigðisstofnun heimahéraðs. Á Suðurlandi skrifuðu þannig allt að tíu þúsund manns af 19 þúsund kosningabærra manna á svæðinu og mótmæltu þannig fyrirhuguðum niðurskurði. Á fimmtudaginn komu hundruð manna frá Suðurlandi og víðar af landinu saman á Austurvelli til svokallaðrar meðmælastöðu til að sýna hug sinn í verki. Annars vegar til að fylgja eftir afhendingu undirskriftalista tugþúsunda íbúa af öllu landinu og hinsvegar til að sýna samstöðu með því frábæra heilbrigðiskerfi sem við eigum og viljum eiga áfram. Skilaboðin eru skýr – íbúar landsbyggðarinnar vilja að allir landsmenn njóti grunn-heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Undir þetta hafa langflestir þingmenn tekið. Þingmenn úr öllum flokkum og jafnvel ráðherrar. Ákall íbúa – aflýsið hættuástandiViðbrögð fjármálaráðherra og að hluta til heilbrigðisráðherra hafa hinsvegar valdið vonbrigðum. Þeir hafa hingað til komið sér hjá því að svara ákalli íbúa landsbyggðar. Svör þeirra eru óskýr, í besta falli verið loðmulla um að málin verði skoðuð að nýju en óvissu íbúa og starfsfólks hefur ekki verið eytt. Krafan er einföld, lýsið því yfir að stefnan um að leggja af sjúkrahús landsbyggðar hafi verið röng og frá henni hafi verið fallið. Í kjölfarið er sjálfsagt að setja á fót samráðshóp til að fara yfir með hvaða hætti við náum enn betri árangri í heilbrigðisþjónustunni á sem hagkvæmastan hátt. Að því borði þarf að kalla fagfólk heilbrigðisþjónustunnar hvarvetna af landinu sem og fulltrúa íbúa. Grunnþarfir íbúa á hverju svæði þarf að skilgreina og kostnað þjónustunnar á hverjum stað áður en til sértæks niðurskurðar kemur. Hvernig er þetta hægtTil að skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir þessari skynsömu leið í stað leiðar ríkisstjórnar VG og Samfylkingar þarf að gera þrennt. Í fyrsta lagi virðist þurfa (þar sem AGS ræður för ríkisstjórnar) að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um vægari niðurskurð við endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Í öðru lagi ættum við að skattleggja strax séreignasparnaðinn og nota hluta hans til að fara skynsamlegri leið í niðurskurði útgjalda til heilbrigðismála. Í þriðja lagi þurfum við að spýta vel í lófana í atvinnumálum. Þar eru næg tækifæri sem munu á undraskjótum tíma auka hagvöxt og skila þannig fleiri krónum í ríkiskassann. Það er leið skynseminnar – án öfga vinstri eða hægri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurskurðarhugmyndir ríkisstjórnar VG og Samfylkingar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa magnað upp mikla reiði íbúa á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að þensla síðasta áratugar hafi farið meira og minna framhjá flestum svæðum landsins (kannski sem betur fer) þá sitja allir landsmenn uppi með kreppuna og afleiðingar hennar. Íbúar landsbyggðarinnar eru eins og aðrir tilbúnir til að bera sameiginlegar byrðar af samdrætti, skattahækkunum, launaskerðingum og niðurskurði í opinberum rekstri. En íbúar landsbyggðar sætta sig ekki við að fórnað sé grunnþjónustu við íbúa á heilbrigðissviði. Þar er höggvið of nærri öryggi fjölskyldunnar, barna og aldraðra. Það gilda heldur ekki jafnræðissjónarmið í niðurskurðartillögum fjármála- og heilbrigðisráðherra. Misrétti þegnanna blasir við hvort sem talað er um fjarlægðir, samgöngur eða kostnað. Gríðarleg mótmæliUm allt land hefur fólk mótmælt. Haldnir hafa verið afar velsóttir íbúafundir, undirskriftalistar hafa gengið manna á milli í einstökum héruðum sem margir hafa skrifað undir til að mótmæla aðförinni að heilbrigðisstofnun heimahéraðs. Á Suðurlandi skrifuðu þannig allt að tíu þúsund manns af 19 þúsund kosningabærra manna á svæðinu og mótmæltu þannig fyrirhuguðum niðurskurði. Á fimmtudaginn komu hundruð manna frá Suðurlandi og víðar af landinu saman á Austurvelli til svokallaðrar meðmælastöðu til að sýna hug sinn í verki. Annars vegar til að fylgja eftir afhendingu undirskriftalista tugþúsunda íbúa af öllu landinu og hinsvegar til að sýna samstöðu með því frábæra heilbrigðiskerfi sem við eigum og viljum eiga áfram. Skilaboðin eru skýr – íbúar landsbyggðarinnar vilja að allir landsmenn njóti grunn-heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Undir þetta hafa langflestir þingmenn tekið. Þingmenn úr öllum flokkum og jafnvel ráðherrar. Ákall íbúa – aflýsið hættuástandiViðbrögð fjármálaráðherra og að hluta til heilbrigðisráðherra hafa hinsvegar valdið vonbrigðum. Þeir hafa hingað til komið sér hjá því að svara ákalli íbúa landsbyggðar. Svör þeirra eru óskýr, í besta falli verið loðmulla um að málin verði skoðuð að nýju en óvissu íbúa og starfsfólks hefur ekki verið eytt. Krafan er einföld, lýsið því yfir að stefnan um að leggja af sjúkrahús landsbyggðar hafi verið röng og frá henni hafi verið fallið. Í kjölfarið er sjálfsagt að setja á fót samráðshóp til að fara yfir með hvaða hætti við náum enn betri árangri í heilbrigðisþjónustunni á sem hagkvæmastan hátt. Að því borði þarf að kalla fagfólk heilbrigðisþjónustunnar hvarvetna af landinu sem og fulltrúa íbúa. Grunnþarfir íbúa á hverju svæði þarf að skilgreina og kostnað þjónustunnar á hverjum stað áður en til sértæks niðurskurðar kemur. Hvernig er þetta hægtTil að skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir þessari skynsömu leið í stað leiðar ríkisstjórnar VG og Samfylkingar þarf að gera þrennt. Í fyrsta lagi virðist þurfa (þar sem AGS ræður för ríkisstjórnar) að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um vægari niðurskurð við endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Í öðru lagi ættum við að skattleggja strax séreignasparnaðinn og nota hluta hans til að fara skynsamlegri leið í niðurskurði útgjalda til heilbrigðismála. Í þriðja lagi þurfum við að spýta vel í lófana í atvinnumálum. Þar eru næg tækifæri sem munu á undraskjótum tíma auka hagvöxt og skila þannig fleiri krónum í ríkiskassann. Það er leið skynseminnar – án öfga vinstri eða hægri.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun