Fótbolti

Of mikil refsing að dæma víti og reka manninn líka útaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víti og rautt getur haft rosaleg áhrif á fótboltaleiki og farið langt með að eyðileggja þá.
Víti og rautt getur haft rosaleg áhrif á fótboltaleiki og farið langt með að eyðileggja þá. Mynd/AFP
Reglunefnd alþjóðafótboltans, International Football Association Board sem er sú nefnd sem ákveður reglurnar í knattspyrnunni, hefur fengið áskorun um að breyta reglunni sem fjallar um það þegar leikmaður fær bæði á sig víti og rautt spjald.

Í knattspyrnureglunum í dag fær varnarmaðurinn þrenns konar refsingu þegar hann rænir marktækifæri af mótherja með ólöglegum hætti. Viðkomandi leikmaður fær núna bæði víti dæmt á sig sem og rautt spjald. Rauða spjaldið þýðir síðan að leikmaðurinn fer síðan í leikbann í næsta leik á eftir.

Einn aðaltalsmaður dómaramála í Englandi, Keith Hackett, hefur skorað á reglunefndina að breyta þessari reglu þegar hún tekur hana fyrir á fundi í næsta mánuði.

„Af hverju er leikmaður sendur útaf þegar þú hefur þegar gefið mótherjanum vítaspyrnu fyrir í staðinn fyrir marktækifærið sem var eyðilagt," segir Keith Hackett sem vill meina að það sé alltof mikil refsing að lið missi einnig leikmanna útaf og síðan í leikbann í framhaldi af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×