Fótbolti

Milljónasamningur fyrir Kristján Örn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson.
Kristján Örn Sigurðsson. Mynd/Vilhelm

Kristjáni Erni Sigurðssyni stendur til boða að ganga til liðs við nýliða Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni og þiggja fyrir það rúmar 44 milljónir króna í árslaun. Það er norska sjónvarpsstöðin TV2 sem greinir frá þessu.

Samningur Kristjáns Arnar við Brann rann út í haust en hann hefur leikið með liðinu síðan 2005. Hann var lykilmaður með Brann þegar liðið varð norskur meistari árið 2007.

Hönefoss ætlar sér stóra hluti fyrir næsta keppnistímabil og hefur þegar styrkt leikmannahópinn með tveimur sterkum leikmönnum frá Lyn.

Framkvæmdarstjóri Hönefoss, Geir Håvard Solvang, hefur staðfest að hann hafi átt í viðræðum við umboðsmann Kristjáns Arnar. Solvang sagði að félagið væri að leita að miðverði og að Kristján Örn væri einn þeirra sem kæmi til greina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×