Kjartan ekki kallaður fyrir Rannsóknarnefndina 7. janúar 2010 18:39 Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. Endurskoðunarnefndir eiga að vera í öllum bönkum. Samkvæmt lögum um ársreikninga ber þessum nefndum að hafa eftirlit með virkni innra eftirlits og áhættustýringu. Hlutverk þeirra er meðal annars að sannreyna hvort ársreikningar gefi glögga mynd af rekstrinum - og ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit sé innan bankans. Nefndin er líka ábyrg fyrir að tryggja eftirlit með áhættu í rekstri fyrirtækis. Icesave reikningar Landsbankans voru grunnur að fjármögnun bankans og því mikilvægur þáttur í allri starfseminni. Í endurskoðunarnefnd Landsbankans árið 2008, fram að hruni sátu Kjartan Gunnarsson, sem formaður, Þorgeir Baldursson sem óháður stjórnarmaður og Andri Sveinsson sem fulltrúi eigenda bankans. Andri starfar sem fjármálastjóri Novator Partners, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum ítarleg gögn úr öllum bönkunum, þar á meðal fundargerðir og önnur gögn úr Landsbankanum sem tengjast Icesave reikningunum. Heimildir herma að meðlimir endurskoðunarnefndar Landsbankans hafi ekki verið boðaðir í yfirheyrslu hjá nefndinni. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator. Endurskoðunarnefndir eiga að vera í öllum bönkum. Samkvæmt lögum um ársreikninga ber þessum nefndum að hafa eftirlit með virkni innra eftirlits og áhættustýringu. Hlutverk þeirra er meðal annars að sannreyna hvort ársreikningar gefi glögga mynd af rekstrinum - og ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit sé innan bankans. Nefndin er líka ábyrg fyrir að tryggja eftirlit með áhættu í rekstri fyrirtækis. Icesave reikningar Landsbankans voru grunnur að fjármögnun bankans og því mikilvægur þáttur í allri starfseminni. Í endurskoðunarnefnd Landsbankans árið 2008, fram að hruni sátu Kjartan Gunnarsson, sem formaður, Þorgeir Baldursson sem óháður stjórnarmaður og Andri Sveinsson sem fulltrúi eigenda bankans. Andri starfar sem fjármálastjóri Novator Partners, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum ítarleg gögn úr öllum bönkunum, þar á meðal fundargerðir og önnur gögn úr Landsbankanum sem tengjast Icesave reikningunum. Heimildir herma að meðlimir endurskoðunarnefndar Landsbankans hafi ekki verið boðaðir í yfirheyrslu hjá nefndinni.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira