Viðskipti innlent

Deutsche Bank telur sameiningu borga sig

Ekki er vitað hvað stjórnarformaður Actavis muni eiga stjóran hlut í félaginu breyti Deutsche Bank lánum í hlutafé.Fréttablaðið/valli
Ekki er vitað hvað stjórnarformaður Actavis muni eiga stjóran hlut í félaginu breyti Deutsche Bank lánum í hlutafé.Fréttablaðið/valli

Gangi kaup Actavis á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm munu stjórnendur Deutsche Bank í Þýskalandi anda léttar enda dragi það úr áhættunni sem liggur í lánabók bankans. Þetta segir fréttastofa Reuters.

Deutsche Bank lánaði Novator, félagi Björgólfs Thor Björgólfssonar, í kringum fjóra milljarða evra, jafnvirði tæpra sjö hundruð milljarða króna á núvirði, í yfirtöku Novator á Actavis fyrir tæpum þremur árum. Lánið til Novator er um þriðjungur af lánabók Deutsche Bank til skuldsettra yfirtaka og ein umsvifamesta einstaka lánveitingin. Bankinn er sagður horfa til þess að eftir hugsanleg kaup Actavis á Ratiopharm verði félögin sameinuð. Það auki líkurnar á að lyfjarisinn geti staðið við skuldbindingar sínar.

Reuters segir Deutsche Bank hafa reynt eftir mætti að selja kröfuna á hendur Actavis síðla árs 2007. Það hafi ekki tekist þrátt fyrir að láninu hafi verið stokkað upp í forgangskröfur og annars konar lán til að gera það söluvænlegra. Nú sé í skoðun að breyta láninu á hendur fyrirtækinu í hlutafé. Óvíst sé hvort það komi niður á eignahlut félags Björgólfs Thors í Actavis. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×