Fótbolti

Dzeko vill komast frá Wolfsburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edin Dzeko fagnar marki í leik með Wolfsburg.
Edin Dzeko fagnar marki í leik með Wolfsburg. Nordic Photos / Bongarts
Sóknarmaðurinn Edin Dzeko hefur hvatt forráðamenn þýska liðsins Wolfsburg að leyfa sér að fara til stærra félags.

Dzeko er 24 ára Bosníumaður og var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við Juventus og AC Milan á Ítalíu og Manchester City á Englandi.

„Ég vona og ég tel að Wolfsburg muni sleppa mér," sagði hann í samtali við þýska fjölmiðla. „Ég vildi fara á síðasta tímabili og þá var mér ekki leyft að fara til Milan. Þá sagði félagið að ef það kæmi annað félag til sögunnar sem væri gott fyrir mig mætti ég fara þangað."

„Þetta snýst ekki um peninga og mér líður ekki illa í Wolfsburg. Þetta snýst einfaldlega um að halda áfram og taka næsta skref á mínum ferli. Allir leikmenn hafa sín markmið."

Dieter Höness, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að Dzeko fari hvergi. „Það er ekkert nýtt að hann vilji fara og skil ég hann vel. En staðreyndin er sú að við gerum ráð fyrir Edin á næsta tímabili."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×