Tekjur ríkisins voru 40 milljörðum yfir áætlun 2. júlí 2010 04:45 Tekjur ríkissjóðs hærri en búist var við. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skilað mun meira en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósentum í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna." Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri landsframleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætlun sem hlutfall af landsframleiðslunni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sambærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það," segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem hafa unnið gott starf." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010.- kóp Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skilað mun meira en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósentum í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna." Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri landsframleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætlun sem hlutfall af landsframleiðslunni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sambærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það," segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem hafa unnið gott starf." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010.- kóp
Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira