Viðskipti erlent

Stjórnendur Toyota fara í sérstakt fjölmiðlaátak

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Toyota. Mynd/ Valgarður.
Toyota. Mynd/ Valgarður.
Stjórnendur Toyota framleiðandans eru að fara af stað með sérstakt fjölmiðlaátak í Bandaríkjunum til þess að bæta ímynd bílanna. Framleiðendurnir urðu fyrir miklu áfalli í síðustu viku þegar í ljós kom að þeir þurftu að innkalla milljónir bifreiða víðsvegar um heiminn vegna galla í bensíngjöf.

AP fréttastofan segir að það sé mat ímyndasérfræðinga að auglýsingar sem birtust í 20 víðlesnum blöðum í Bandaríkjunum í gær hafi falið í sér óskýr skilaboð sem séu alls ekki sannfærandi fyrir eigendur Toyota bíla. Stjórnendur bílaframleiðandans vilja bæta úr þessu.

Sagt var frá því fyrir helgi að Toyota á Íslandi myndi sennilegast innkalla um 5000 bifreiðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×