Sjálfstæðisflokkur geri upp Svavar Gestsson skrifar 4. ágúst 2010 06:00 Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir. Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir skömmu birtist enn ein könnunin þar sem flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt henni gæti hann myndað ríkisstjórn með tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja. Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra einstaklinga er meðal flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðilegan ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem kom Íslandi á hnén. Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli. Kannski að hann stýri uppgjörinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir. Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir skömmu birtist enn ein könnunin þar sem flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt henni gæti hann myndað ríkisstjórn með tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja. Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra einstaklinga er meðal flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðilegan ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem kom Íslandi á hnén. Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli. Kannski að hann stýri uppgjörinu?
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar