Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber.
Leggi nefndin það til að ákæra verði lögð fram þarf að Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis.
Þrír ráðherrar eru taldir hafa gerst sekir um vanrækslu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ekki þykir útilokað að Ingibjörg Sólrún Gísaldóttir verði einnig ákærð en samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir ekki eining innan nefndarinnar hvað varðar ráðherraábyrgð.
Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú

Tengdar fréttir

Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag
Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm.