Enski boltinn

Wenger íhugar að kaupa framherja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segir að hann sé á báðum áttum um hvort hann eigi að kaupa nýjan framherja í janúarmánuði.

Robin van Persie er frá vegna meiðsla og mun væntanlega aðeins ná að spila með liðinu í lok tímabilsins. Nicklas Bendtner hefur átt við meiðsli að stríða en gæti byrjað að spila aftur fljótlega.

„Það er útilokað að við getum haldið áfram með aðeins einn framherja," sagði Wenger. „Bendtner er í meðferð núna og við munum meta ástand hans á föstudaginn. Ef niðurstaðan er sú að hann verður frá í tvo mánuði í viðbót verðum við að kaupa einhvern."

En Wenger segir að jafnvel þótt að Bendtner jafni sig fljótt og vel gæti hann engu að síður þurft að fá nýjan leikmann til félagsins.

„Það eru helmingslíkur á því að við munum semja við einhvern. Við munum líta í kringum okkur og ef okkur líst vel á einhvern munum við fara í það mál."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×