Lífið

Gangið hægt um gleðinnar dyr

Eva Longoria. MYND/Cover Media
Eva Longoria. MYND/Cover Media

Leikkonan Eva Longoria Parker vakti athygli þegar hún sást með tjaldvagn í eftirdragi á ferðinni í Normandy í Frakklandi ásamt eiginmanni sínum Tony Parker.

„Að vera með sama manninum það sem eftir er kann að hljóma leiðinlegt en þegar þú hefur fundið þann eina sanna þá fyrst veistu að það er alls ekki þannig," sagði Eva.

Við báðum lesendur Lífsins um góð ráð fyrir verslunarmannahelgina á Facebook síðunni okkar. Það stóð ekki á svörunum:

„Gangið hægt um gleðinnar dyr."

„Passa upp á litlu börnin nálægt vötnum og í sundi. Það hefur allt of oft borið á því þar sem margir eru saman í útilegu að fólk heldur að einhver annar sé að líta eftir börnum en svo hefur komið í ljós að sá sem þú hélst að væri að passa börnin hélt að einhver annar væri að því..."

„Svo bara að fara með jákvæðu hugarfari inn í helgina og fara varlega. Ekki taka óþarfa áhættu í umferðinni og passa vel upp á að rétt sé hlaðið í tjaldvagnana og fellihýsin."

„Það verða fréttir af umferðarslysum um helgina jafnvel að TF Líf hafi sótt slasaða. Fara inn í helgina með það í huga að þú ætlar ekki að verða í þeirri frétt eða farþegi í þeirri þyrluferð."

„Að fara að öllu með gát og biðja Guð almáttugan að vaka yfir okkur öllum og þá aðallega börnunum okkar sem eru í útilegum hér og þar um landið."

„Ganga hægt um gleðinnar dyr með bros á vör og njóta samvista við vini og fjölskyldu..."

Vertu með okkur á Facebook












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.