Innlent

Segja Láru Hönnu hafa birt sömu pistla á RÚV og á Smugunni

Valur Grettisson skrifar

Umsjónarmenn Morgunútvarpsins og Síðdegisútvarpsins á Rás 2 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftasöfnunar og ásakanna á hendur umsjónarmanna vegna uppsagnar Láru Hönnu Einarsdóttur. Í yfirlýsingunni segir um uppsögnina:

„Pistlarnir voru afþakkaðir vegna þess að Lára Hanna þáði boð um að verða fastur penni á launum fyrir Smuguna, vefrit sem er kostað af Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Þetta gerði Lára Hanna án okkar vitneskju. Þar birti hún meðal annars sömu pistla og hún hafði flutt í Morgunútvarpinu og fengið greitt fyrir. Þetta samræmist, að okkar mati, ekki ritstjórnarstefnu dægurmáladeildar fréttastofunnar og kröfunni um hlutleysi Ríkisútvarpsins."

Þá segir einnig í yfirlýsingunni að Láru Hönnu hefði verið svarað þegar hún sendi opinberlega bréf á ritstjóra Morgun-og Síðdegisútvarpsins, fréttastjóra og útvarpsstjóra. Því bréfi hefði verið svarað en það hafi ekki birst.

Í yfirlýsingunni segir: Þann 10. nóvember birti Lára Hanna, opinberlega, bréf sem hún hafði sent ritstjóra Morgun-og Síðdegisútvarpsins, fréttastjóra og útvarpsstjóra. Þá ritaði Lára Hanna einnig pistil á Eyjuna þar sem hún sagðist ekki hafa verið virt svars. Skömmu eftir hádegi þann sama dag, var henni hinsvegar sent ítarlegt svar, þar sem ástæður þess að pistlar hennar voru afþakkaðir eru tíundaðar og öllum spurningum hennar svarað. Þetta svar birti hún ekki."

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×