Lífið

Fríir tónleikar úti á götu stöðva umferð

Lady Gaga hélt tónleika í miðri Rockefeller Center-húsaþyrpingunni.
Lady Gaga hélt tónleika í miðri Rockefeller Center-húsaþyrpingunni.
Lady Gaga stöðvaði alla umferð í New York síðastliðinn föstudag þegar meira en 20.000 aðdáendur söngkonunnar troðfylltu göturnar til að sjá ókeypis tónleika hennar í rigningunni.

Tónleikarnir voru liður í morgunþættinum The Today Show's Summer Concert Series og lék Lady Gaga lög á borð við Bad Romance og nýjasta lagið sitt, Alejandro. Gaga gladdi einnig aðdáendur sína með flutningi á nýju lagi sem ber heitið You and I, sem hún flutti uppi á flygli í miðri húsaþyrpingu Rockefeller Center, þegar himnarnir opnuðust og rigningin féll til jarðar.

Söngkonan endaði tónleikana með því að þakka áhorfendum fyrir að hafa staðið þarna í regninu og kvaddi með orðunum: „Takk fyrir að láta drauma mína rætast. Rigni hann bara!"

Aðdáendur settu upp búðir þar sem tónleikarnir voru daginn áður í þeirri von að geta verið á góðum stað á tónleikunum. Gaga launaði aðdáendum sínum hollustu þeirra við sig með því að láta færa þeim pitsu og vatnsflösku sem orkugjafa eftir að hafa eytt nótt á götunni.

Á Twitter-síðu sinni sagði söngkonan: „Litlu skrímslin mín hafa nú þegar sett upp búðir fyrir utan tónleikastaðinn! Ég elska ykkur! Kem til með að senda ykkur pitsu og vatn í allan dag!"

Þegar kvöld tók að nálgast bætti hún við: „Þúsund dýrmæt lítil skrímsli eru sofandi við tónleikastaðinn. Megi NY vaka yfir ykkur, og megið þið sofa undir stjörnunum. Amen."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.