Lífið

Pamela hræðist bótox

Pamela Anderson vill eldast náttúrulega.
Pamela Anderson vill eldast náttúrulega.
Fyrirsætan, leikkonan og athafnakonan Pamela Anderson segist aldrei hafa notað yngingarmeðalið bótox og að henni sé í raun illa við það. Pamela, sem hefur ávallt verið ófeimin við að viðra sínar jákvæðu skoðanir á fegrunaraðgerðum, segist ekki vilja sprauta neinu í andlitið á sér. Þykir þessi ákvörðun Anderson koma ansi spánskt fyrir sjónir þar sem hún hefur látið stækka brjóst sín nokkrum sinnum og hefur meðal annars látið hafa það eftir sér í viðtölum að brjóst hennar hafi átt farsælan starfsferil á meðan hún hafi bara fylgt með.

„Um leið og brjóstin fara að vísa niður mun ég og minn ferill fara sömu leið," hefur Baywatch-stjarnan sagt.

Pamela hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum undanfarið í kjölfarið á þátttöku hennar í raunveruleikaþáttunum Dancing with the Stars. Þótti Pamela standa sig vel í þáttunum og endaði í topp sex og flýgur nú um allan heim til að taka þátt í sjónvarpsþáttum um dans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.