Lífið

Koma fram í kraftgöllum í Noregi

Captain Fufano kemur fram á tónlistarhátíðinni Insomnia í Noregi næsta haust.
Captain Fufano kemur fram á tónlistarhátíðinni Insomnia í Noregi næsta haust.
„Við vorum að fá staðfestingu frá Norðmönnum um að við erum bókaðir á Insomnia tónlistarhátíðina næsta haust," segir Hrafnkell Flóki Einarsson sem ásamt Guðlaugi Halldóri Einarssyni skipar raftónlistardúóið Captain Fufanu sem spilar í fyrsta sinn á erlendri grundu í haust.

Nánar tiltekið á Insomnia tónlistarhátíðinni í Tromsö í Noregi. Íslenska sveitin FM Belfast spilaði á hátíðinni árið 2008 og norsku sveitirnar Datarock og Röyksopp hafa einnig komið þar fram á síðustu árum.

„Við vorum að spila mikið í kringum Airwaves í fyrra og þar kom kona frá Noregi og sýndi okkur mikinn áhuga. Svo hafði hún samband í vor og bauð okkur að spila á þessari hátíð," segir Hrafnkell en hann er sonur tónlistamannsins og borgarfulltrúans Einars Arnar Benediktssonar og hefur oft komið fram með föður sínum á tónleikum. Meðal annars spilar Hrafnkell á trompet með hljómsveitinni Ghostigital með föður hans í farabroddi. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem hann spilar á erlendri grundu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila úti á eigin vegum og við félagarnir erum mjög spenntir. Þetta er bara byrjunin," segir Hrafnkell sposkur en hljómsveitin Captain Fufanu var stofnuð árið 2008. „Við spilum svona „experimental deep house" tónlist. Gerum takta í tölvunni og tökum svo í nokkur hljóðfæri inn á milli." Tromsö er eins konar höfuðborg Norður-Noregs og þar getur orðið mjög kalt á veturna og sólarljósið er takmarkað yfir vetrartímann en hátíðin er haldin í október. „Við erum búnir að ákveða að koma fram í íslenskum kraftgöllum, helst í neon lit," segir Hrafnkell. Sveitin er um þessar mundir að einbeita sér að því að semja nýja tónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.