Innlent

Drakk hugsanlega stíflueyðinn fyrir mistök

Karlmanni sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa átt þátt í því að karlmaður um fertugt innbyrti stíflueyði, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi.

Lögreglan hefur tekið skýrslu af flestum sem voru í samkvæminu þar sem maðurinn innbyrti eiturefnið sem er baneitrað enda liggur maðurinn nú þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar þá bendir ekkert til þess að maðurinn hafi verið neyddur til þess að drekka vökvann. Hann segir líkindi til þess að maðurinn hafi drukkið eitrið í ógáti en rannsókn á málinu er ekki lokið.

Tveir menn voru upphaflega handteknir vegna málsins. Annar var húsráðandi en það var hann sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hinn var gestur í samkvæminu.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags í Eskihlíðinni. Eins og fyrr segir þá liggur maðurinn þungt haldinn á gjörgæslu. Hann náði ekki að tjá sig um það hvað gerðist áður en hann missti meðvitund á laugardaginn.




Tengdar fréttir

Enn haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði

Karlmanni um fertugt, sem innbyrti stíflueyði um helgina, er enn haldið sofandi i öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er þungt haldinn, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni þar.

Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós

Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×