Button: Besti tími lífs míns 20. apríl 2010 15:33 Jenson Button og kærasta hans Jessica Mishibata hafa fagnað tveimur sigrum í Formúlu 1, en hún hefur verið á svæðinu í báðum mótum. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. "Síðasta ár var magnað og reynslan af því að vinna sex mót og að berjast um titilinn í lokin og vinna loks titilinn var sérstök upplifun. Ég vann titilinn og það var alltaf markmið mitt. Á þessu ári hef ég unnið tvö mót af fjórum og þetta er besti tími lífs míns", sagði Button í umfjöllun á autosport.com. "En ég veit jafnframt að næstu 15 mót verða engin barnaleikur. Hvert einasta mót verður erfitt, ólíkt því sem var í fyrstu þremur mótunum í fyrra. Þá vorum við með besta bílinn (Brawn). "Mótið um helgina er það fjórða sem Red Bull var með fljótan bíl. Við höfum verið að elta hraða þeirra, en samt með forystu í stigamótinu, sem er undarleg staða. Ég er hungraður í að bæta bílinn og bæta getuna í tímatökum og við teljum að við getum gert betur hvað þetta atriði varðar." "Við erum allir í titilbaráttu, en það var megin markmið hjá mér að finnast ég hluti af McLaren liðinu. Svo er næsta skref að bíllinn verði hluti af mér og henti mínum akstursstíl. En það er frábært að hafa unnið tvo sigra", sagði Button. Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. "Síðasta ár var magnað og reynslan af því að vinna sex mót og að berjast um titilinn í lokin og vinna loks titilinn var sérstök upplifun. Ég vann titilinn og það var alltaf markmið mitt. Á þessu ári hef ég unnið tvö mót af fjórum og þetta er besti tími lífs míns", sagði Button í umfjöllun á autosport.com. "En ég veit jafnframt að næstu 15 mót verða engin barnaleikur. Hvert einasta mót verður erfitt, ólíkt því sem var í fyrstu þremur mótunum í fyrra. Þá vorum við með besta bílinn (Brawn). "Mótið um helgina er það fjórða sem Red Bull var með fljótan bíl. Við höfum verið að elta hraða þeirra, en samt með forystu í stigamótinu, sem er undarleg staða. Ég er hungraður í að bæta bílinn og bæta getuna í tímatökum og við teljum að við getum gert betur hvað þetta atriði varðar." "Við erum allir í titilbaráttu, en það var megin markmið hjá mér að finnast ég hluti af McLaren liðinu. Svo er næsta skref að bíllinn verði hluti af mér og henti mínum akstursstíl. En það er frábært að hafa unnið tvo sigra", sagði Button.
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira