Öruggur sigur hjá Íslandi gegn Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2010 19:14 Róbert Gunnarsson átti flottan leik á línunni. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason komu í leitirnar í dag þegar Ísland vann Noreg, 35-29, í bronsleik Heimsbikarmótsins í Svíþjóð. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Ísland. Það var ljóst frá upphafi að Guðmundur þjálfari ætlaðist til þess að þeir Snorri Steinn og Arnór myndu sýna sitt rétta andlit á ný í leiknum því þeir byrjuðu leikinn og spiluðu nánast allt til enda. Snorri spilaði allan leikinn en Arnór hvíldi lítið. Þeir félagar svöruðu kalli þjálfarans með stæl og áttu báðir stórleik rétt eins og Róbert Gunnarsson sem var ekki að spila sinn besta leik í gær. Snorri stýrði leik liðsins eins og herforingi, skoraði góð mörk og bjó til fjölmörg önnur. Skotógnunin kom aftur frá Arnóri sem gerði falleg mörk og var gaman að sjá hann spila aftur af sjálfstrausti sem virðist hafa vantað upp á síðkastið. Íslenska liðið tók völdin strax í upphafi og leiddi allt til enda. Varnarleikurinn var lengstum mjög sterkur og hreyfanlegur. Fyrir aftan hana átti Sveinbjörn Pétursson sannkallaðan stórleik í aðeins sínum öðrum landsleik. Mögnuð frammistaða hjá honum. Varnarleikurinn datt ekki eins oft niður og í gær. Sóknarleikurinn var miklu agaðri og hraðari. Með öðrum orðum var allt annað að sjá til liðsins og mikill stígandi frá leiknum í gær sem og frá leikjunum í undankeppni EM á dögunum. Það verður að taka með í reikninginn að Norðmenn voru ekki að spila á sínu sterkasta liði og vantaði mikið í það. Engu að síður kláruðu strákarnir okkar sína hluti með glans og unnu verðskuldaðan stórsigur sem hefði hæglega getað verið stærri. Alexander Petersson átti einnig fínan leik og þeir Sverre og Ingimundur bundu vörnina saman af myndarskap. Leikurinn var jákvætt skref í rétta átt eftir frekar brösótt gengi og bestu tíðindin af öllum eru þau að tveir af lykilmönnum liðsins virðast loksins komnir í gang á nýjan leik. Ísland-Noregur 35-29 (18-16) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 8/3 (14/4), Arnór Atlason 7 (10), Alexander Petersson 7 (10), Róbert Gunnarsson 6 (8), Arnór Þór Gunnarsson 2 (2), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Oddur Gretarsson 1 (1), Bjarni Fritzson 1/1 (2/1). varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19 (48) 40%. Hraðaupphlaup: 4 (Ingimundur, Arnór, Alexander, Sturla). Fiskuð víti: 5 (Arnór, Róbert, Aron, Ásgeir, Snorri). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Noregs (skot): Johannes Hippe 5 (10), Magnus Jöndal 5 (7), Erlend Mamelund 4 (6), Vegard Samdahl 3 (5), Espen Hansen 2 (2), Christian Spannel 2 (2), Sindre Paulsen 2 (4), Joakim Hykkerud 2 (3), Jan Hansen 2 (2), Kent Tönnesen 2 (4). Varin skot: Steinar Ege 9 (26/2) 35%, Sven Erik Medhus 5 (23/3) 22%. Hraðaupphlaup: 5 (Hippe 2, Jöndal 2, Mamelund). Fiskuð víti: 0. Utan vallar: 4 mínútur. Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason komu í leitirnar í dag þegar Ísland vann Noreg, 35-29, í bronsleik Heimsbikarmótsins í Svíþjóð. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Ísland. Það var ljóst frá upphafi að Guðmundur þjálfari ætlaðist til þess að þeir Snorri Steinn og Arnór myndu sýna sitt rétta andlit á ný í leiknum því þeir byrjuðu leikinn og spiluðu nánast allt til enda. Snorri spilaði allan leikinn en Arnór hvíldi lítið. Þeir félagar svöruðu kalli þjálfarans með stæl og áttu báðir stórleik rétt eins og Róbert Gunnarsson sem var ekki að spila sinn besta leik í gær. Snorri stýrði leik liðsins eins og herforingi, skoraði góð mörk og bjó til fjölmörg önnur. Skotógnunin kom aftur frá Arnóri sem gerði falleg mörk og var gaman að sjá hann spila aftur af sjálfstrausti sem virðist hafa vantað upp á síðkastið. Íslenska liðið tók völdin strax í upphafi og leiddi allt til enda. Varnarleikurinn var lengstum mjög sterkur og hreyfanlegur. Fyrir aftan hana átti Sveinbjörn Pétursson sannkallaðan stórleik í aðeins sínum öðrum landsleik. Mögnuð frammistaða hjá honum. Varnarleikurinn datt ekki eins oft niður og í gær. Sóknarleikurinn var miklu agaðri og hraðari. Með öðrum orðum var allt annað að sjá til liðsins og mikill stígandi frá leiknum í gær sem og frá leikjunum í undankeppni EM á dögunum. Það verður að taka með í reikninginn að Norðmenn voru ekki að spila á sínu sterkasta liði og vantaði mikið í það. Engu að síður kláruðu strákarnir okkar sína hluti með glans og unnu verðskuldaðan stórsigur sem hefði hæglega getað verið stærri. Alexander Petersson átti einnig fínan leik og þeir Sverre og Ingimundur bundu vörnina saman af myndarskap. Leikurinn var jákvætt skref í rétta átt eftir frekar brösótt gengi og bestu tíðindin af öllum eru þau að tveir af lykilmönnum liðsins virðast loksins komnir í gang á nýjan leik. Ísland-Noregur 35-29 (18-16) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 8/3 (14/4), Arnór Atlason 7 (10), Alexander Petersson 7 (10), Róbert Gunnarsson 6 (8), Arnór Þór Gunnarsson 2 (2), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Oddur Gretarsson 1 (1), Bjarni Fritzson 1/1 (2/1). varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19 (48) 40%. Hraðaupphlaup: 4 (Ingimundur, Arnór, Alexander, Sturla). Fiskuð víti: 5 (Arnór, Róbert, Aron, Ásgeir, Snorri). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Noregs (skot): Johannes Hippe 5 (10), Magnus Jöndal 5 (7), Erlend Mamelund 4 (6), Vegard Samdahl 3 (5), Espen Hansen 2 (2), Christian Spannel 2 (2), Sindre Paulsen 2 (4), Joakim Hykkerud 2 (3), Jan Hansen 2 (2), Kent Tönnesen 2 (4). Varin skot: Steinar Ege 9 (26/2) 35%, Sven Erik Medhus 5 (23/3) 22%. Hraðaupphlaup: 5 (Hippe 2, Jöndal 2, Mamelund). Fiskuð víti: 0. Utan vallar: 4 mínútur.
Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira